Þrjú montessori leikföng í einum pakka! Samanbrjótanlegur pikler þríhyrningur, klifurbogi og balancebraut/rennibraut. Settið kemur í tveimur stærðum:
Lítið: fyrir börn frá 8 mánaða upp í 4ra ára
Miðlungs: fyrir börn frá 2ja ára upp í 4ra ára
Pikler settið er fyrir forvitin og fjörug börn! Það eflir jafnvægi, samhæfingu og sjálftraust. Þú verður komin með lítinn fjallagarp áður en þú veist af! Engin fær leið á þessu fallega og fjölnota leikfangi því það er hægt að leika sér á því á alls kyns máta.
Barnið fær að kanna, skapa og gera tilraunir á eigin forsendum og á sínum hraða. Þannig hvetur leikfangið til sjálfstæðrar ákvarðanatöku og barnið fær tækifæri til að vaxa og vinna þessi litlu, en samt svo stóru, afrek í þroskaferlinu.
Leikfangið er ekki bara stórskemmtilegt og fallegt stofustáss. Það er líka öruggt og smíðað úr hágæðaviði. Lakkið er ofnæmisprófað og laust við eiturefni. Rúnuðu tröppurnar veita mikilvæga örfun fyrir iljarnar sem er nauðsynlegt fyrir eðlilegan vöxt.
Settið er fyrir sannar ofurhetjur til að æfa sína ofurkrafta og blómstra í skapandi leik.
Leikföngin okkar eru CE og CPC vottuð samkvæmt alþjóðlegum og innlendum lögum. Og standast EN71, ASTM F963, 16CFR, og 15USC 1278a prófanir.
Varan er prófuð upp í 100kg en hámarks þyngd er 60kg.
Reviews
There are no reviews yet