Turninn er orðinn standard búnaður á barnaheimilum. Klappturninn er fullkominn fyrir þá sem vilja eldhústurn en vilja líka hafa þann möguleika á að geta brotið stólinn saman og geymt hann. Klappturninn er frábær lausn fyrir minni eldhús, fyrir ömmu og/eða afa hús, bústaðinn o.s.fv.
Eykur sjálftraust og færni
Klappturninn veitir barninu þínu aðgang að eldhúsinu, baðvaskinum, eyjunni og borðstofuborðinu. Hann gerir barninu þannig kleift að taka þátt í daglegu heimilislífi á öruggan hátt, eins og að hjálpa til við að skola grænmeti, æfa sig að skera, hella, hræra, taka utan af lauk svo eitthvað sé nefnd. Þau geta þvegið sér sjálf um hendurnar, staðið sjálf og burstað tennur við vaskinn, hjálpað til við að pakka inn gjöfum eða föndrað og stússast með þér á eldhúsborðinu og svo margt fleira. Það eykur sjálfstraust barna að geta tekið virkan þátt í heimilislífinu. Börn sjá ekki mun á leik og húsverkum þú vilja bara vera með! Þannig þroskast þau og læra.
Fjölnota húsgagn!
Þegar barnið er ekki að nota klappturninn sem hjálparturn getur barnið setið við hann og notað hann sem stól með litlu borði, þar er hægt að njóta þess að borða smá snarl í eldhúsinu, fá sér vatnsglas eða teikna, lita, föndra eða lesa.
Búðu til pláss!
Það er mjög hentugt að geta brotið turninn auðveldlega saman eftir notkun. Njóttu þess að hafa allt í röð og reglu og nóg pláss í eldhúsinu. Þetta auðveldar þér líka að færa hann á milli herbergja, svo geturðu einfaldlega tekið hann aftur í sundur þegar barnið þitt þarf á honum að halda.
- Klappturninn er handgerður og smíðaður úr hágæða birkikrossviði og beykiviði. Birkiviður er mjög harðgerður. Varan er prófuð upp í 100kg en hámarks þyngd er 60 kg.
- Varan er lökkuð með hágæða umhverfisvænu, vatnsleysanlegu lakki.
- Vörurnar okkar eru öruggar fyrir börn og gefa ekki frá sér skaðleg efni.
ATH. Barn skal ávallt vera undir eftirliti fullorðins þegar turninn er notaður.
Reviews
There are no reviews yet