Verum saman!
Turninn er hannaður útfrá kennslufræðum montessori og er fyrir börn á aldrinum 8 mánaða til 6 ára. Eldhústurninn veitir barninu þínu aðgang að eldhúsinu, baðvaskinum, eyjunni og borðstofuborðinu. Hann gerir barninu þannig kleift að taka þátt í daglegu heimilislífi á öruggan hátt, eins og að hjálpa til við að skola grænmeti, æfa sig að skera, hella, hræra, taka utan af lauk svo eitthvað sé nefnd. Þau geta þvegið sér sjálf um hendurnar, staðið sjálf og burstað tennur við vaskinn, hjálpað til við að pakka inn gjöfum eða föndrað og stússast með þér á eldhúsborðinu og svo margt fleira. Það eykur sjálfstraust barna að geta tekið virkan þátt í heimilislífinu. Börn sjá ekki mun á leik og húsverkum þú vilja bara vera með! Þannig þroskast þau og læra.
Turninn sparar pláss!
Því með ofur-auðveldum hætti getur hann breyst í traust og stöðugt borð til að borða við, lesa eða föndra. Svo þú þarft ekki að vera bæði með turn og lítið borð og stól.
Notum ímyndurnaraflið!
Lögunin á turninum kveikir á ímyndunaraflinu hjá barninu þínu. Það er hægt að fara í bílaleik, nota hann sem virki, kíkja inn og útum gluggana, möguleikarnir eru endalausir!
Leyfum börnunum að vera partur af því sem er að gerast þarna uppi!
Öryggi
- Wood and hearts er vörumerki og húsgögnin eru CE og CPC vottuð
- Klappturninn er handgerður og smíðaður úr hágæða birkikrossviði og beykiviði. Birkiviður er mjög harðgerður.
- Varan þolir að hámarki 60 kg í notkun.
- Varan er lökkuð með hágæða umhverfisvænu, vatnsleysanlegu lakki.
- Vörurnar okkar eru öruggar fyrir börn og gefa ekki frá sér skaðleg efni.
ATH. Barn skal ávallt vera undir eftirliti fullorðins þegar turninn er notaður.
Torfi Hjaltason (Staðfestur kaupandi) –
Frábærar vörur og góð þjónusta!