Klifurboginn er hannaður af alúð og nákvæmni með því markmiði að kveikja á ímyndunarafli barna. Boginn getur breyst í brú, göng, notarlegt lestrarhorn og margt fleira. Möguleikarnir eru endalausir. Hann hvetur börn til leikja sem efla virkni, líkamsstyrkingu og sköpun.
Kveiktu neista hjá barninu!
Með því að setja barninu áskoranir í leik og líkamsbeytingu veitum við þeim möguleika á að efla sjálfsöryggi sitt og sjálfstæði. Þau læra að þekkja sinn styrk og takmarkanir og meta hættur út frá því og taka réttar ákvarðanir.
Boginn gefur þeim frelsi til þess að prufa sig áfram í hreyfifærni sem eflir fín- og grófhreyfingar. Klifurboginn getur leyst úr læðingi möguleika í mögnuðu þroskaferli barna.
Klifrum! Lærum! Vöxum og döfnum með Klifurboganum!
Byrjum á að tryggja að klifurboginn standi á öryggu og flötu yfirborði. Gefðu barninu frelsi til að kanna bogann, klifra, skríða og halda jafnvægi á sínum hraða. Fylgstu með forvitni og sköpunarkrafti barnsins. Veittu því góðlátlega leiðsögn þar sem við á en leyfðu þeim að taka forystuna í sínum eigin leik. Bættu við teppi eða leikföngum við klifurbogann og búðu til allskonar ævintýralegar aðstæður. Boginn getur orðið að kastala, brú eða frumskógi. Mundu að lykillinn er að hlúa að sjálfstæði og sjálfsuppgötvun en á sama tíma að veita öruggt og örvandi umhverfi. Stilltu boganum upp á mismunandi vegu til að tryggja stöðuga uppsprettu gleði, leiks og þroska.
Reviews
There are no reviews yet