Taktur, Hljómur og Lína er þátttökuleiksýning fyrir börn og hefur ríkt menntunargildi í tónfræði. Þrír þættir í uppbyggingu tónlistar: takturinn, hljómarnir og laglínan eru persónugerðir og koma fram sem þrír karakterar sem vinna saman við að búa til tónverk.
Börnin kynnast persónunum í sitthvoru lagi í litlum leikþætti sem endar á því að Taktur býr til með þeim lítinn taktbút, Lína skapar með þeim litla laglínu og Hljómur kennir þeim að radda einfaldan hljóm. Sýningin endar svo á því að persónurnar þrjár koma saman og við setjum taktinn, laglínuna og hljóminn saman og úr verður lítið tónverk sem krakkarnir taka þátt í að skapa.
Leikverkið var frumflutt á Sumartónleikum í Skálholti sumarið 2023 og svo endurfrumflutt á Sumartónleikum í Skálholti sumarið 2024.
Flytjendur og höfundar: Viktoría Sigurðardóttir, Sigurður Halldórsson, Rakel Björk Björnsdóttir og Auður Finnbogadóttir
Hugmynd: Viktoría Sigurðardóttir
Framleiðendur: Viktoría Sigurðardóttir, Sigurður Halldórsson og Raddbandið
Tónlistarstjórn og útsetningar: Sigurður Halldórsson
Höfundur lagsins Sem ómar og ómar: Rakel Björk Björnsdóttir
Umsagnir
There are no reviews yet