Taktur, Hljómur og Lína

Ert þú að skipuleggja viðburð eða barnaskemmtun? Bókaðu heimsókn frá Takti, Hljómi og Línu!

 

Taktur, Hljómur og Lína er þátttökuleiksýning sem hefur ríkt menntunargildi í tónfræði. Taktur er í óðaönn að semja vinsælasta lag allra tíma þegar Lína hættir skyndilega að fylgja taktinum. Samstarfið gengur brösulega og Hljómur er að verða vitlaus á þeim. Munu þau finna samhljóminn?

___________________________________________________________________________________

Please enable JavaScript in your browser to complete this form.
Er hljóðkerfi á staðnum?

(VSK innifalinn)
Flokkur:

Lýsing

Taktur, Hljómur og Lína er þátttökuleiksýning fyrir börn og hefur ríkt menntunargildi í tónfræði. Þrír þættir í uppbyggingu tónlistar: takturinn, hljómarnir og laglínan eru persónugerðir og koma fram sem þrír karakterar sem vinna saman við að búa til tónverk.

Börnin kynnast persónunum í sitthvoru lagi í litlum leikþætti sem endar á því að Taktur býr til með þeim lítinn taktbút, Lína skapar með þeim litla laglínu og Hljómur kennir þeim að radda einfaldan hljóm. Sýningin endar svo á því að persónurnar þrjár koma saman og við setjum taktinn, laglínuna og hljóminn saman og úr verður lítið tónverk sem krakkarnir taka þátt í að skapa.

Leikverkið var frumflutt á Sumartónleikum í Skálholti sumarið 2023 og svo endurfrumflutt á Sumartónleikum í Skálholti sumarið 2024.

Flytjendur og höfundar: Viktoría Sigurðardóttir, Sigurður Halldórsson, Rakel Björk Björnsdóttir og Auður Finnbogadóttir

Hugmynd: Viktoría Sigurðardóttir

Framleiðendur: Viktoría Sigurðardóttir, Sigurður Halldórsson og Raddbandið

Tónlistarstjórn og útsetningar: Sigurður Halldórsson

Höfundur lagsins Sem ómar og ómar: Rakel Björk Björnsdóttir

 

Reviews (0)

Umsagnir

There are no reviews yet

Only logged in customers who have purchased this product may leave a review.

Q & A

Q & A

Ask a question
There are no questions yet
Karfan þín
Scroll to Top