Óvæntir atburðir henda þeim af stað í ferðalag sem mun breyta lífi þeirra að eilífu en prinsessurnar læra að þeim eru allir vegir færir.
,,Hver vill vera prinsessa?“ er nýr söngleikur, eftir Raddbandið og Söru Martí, í anda Disney ævintýranna sem allir þekkja og elska. Sýningin er stútfull af litríkri og töfrandi tónlist eftir Stefán Örn Gunnlaugsson og Rakel Björk Björnsdóttur.
Raddbandið skipa söng- og leikkonurnar Auður Finnbogadóttir, Rakel Björk Björnsdóttir og Viktoría Sigurðardóttir. Þær fara með hlutverk prinsessanna í söngleiknum og Sara Martí leikstýrir, en hún hefur leikstýrt ótal barnaleiksýningum á borð við Karíus og Baktus í Hörpu, Jólaævintýri Þorra og Þuru og síðast Umskiptingnum í Þjóðleikhúsinu.
„Ég mæli eindregið með þessari sýningu… Bæði börn og fullorðnir skemmta sér við áhorf… Hvert einasta lag er litríkt og fallega sungið, og kómískar tímasetningar leikaranna eru virkilega góðar“ – Sjöfn Asare, Lestarklefinn.
„Þetta er litrík, falleg og stórskemmtileg sýning með virkilega vel sömdum lögum sem þessar fínu söngkonur syngja af list.“ – Silja Aðalsteinsdóttir, TMM.
Umsagnir
There are no reviews yet