Taktur, Hljómur og Lína

Ert þú að skipuleggja viðburð eða barnaskemmtun? Bókaðu heimsókn frá Takti, Hljómi og Línu!

 

Taktur, Hljómur og Lína er þátttökuleiksýning sem hefur ríkt menntunargildi í tónfræði. Taktur er í óðaönn að semja vinsælasta lag allra tíma þegar Lína hættir skyndilega að fylgja taktinum. Samstarfið gengur brösulega og Hljómur er að verða vitlaus á þeim. Munu þau finna samhljóminn?

___________________________________________________________________________________

Please enable JavaScript in your browser to complete this form.
Er hljóðkerfi á staðnum?

(VSK innifalinn)
Flokkur:

Lýsing

Taktur, Hljómur og Lína er þátttökuleiksýning fyrir börn og hefur ríkt menntunargildi í tónfræði. Þrír þættir í uppbyggingu tónlistar: takturinn, hljómarnir og laglínan eru persónugerðir og koma fram sem þrír karakterar sem vinna saman við að búa til tónverk.

Börnin kynnast persónunum í sitthvoru lagi í litlum leikþætti sem endar á því að Taktur býr til með þeim lítinn taktbút, Lína skapar með þeim litla laglínu og Hljómur kennir þeim að radda einfaldan hljóm. Sýningin endar svo á því að persónurnar þrjár koma saman og við setjum taktinn, laglínuna og hljóminn saman og úr verður lítið tónverk sem krakkarnir taka þátt í að skapa.

Leikverkið var frumflutt á Sumartónleikum í Skálholti sumarið 2023 og svo endurfrumflutt á Sumartónleikum í Skálholti sumarið 2024.

Flytjendur og höfundar: Viktoría Sigurðardóttir, Sigurður Halldórsson, Rakel Björk Björnsdóttir og Auður Finnbogadóttir

Hugmynd: Viktoría Sigurðardóttir

Framleiðendur: Viktoría Sigurðardóttir, Sigurður Halldórsson og Raddbandið

Tónlistarstjórn og útsetningar: Sigurður Halldórsson

Höfundur lagsins Sem ómar og ómar: Rakel Björk Björnsdóttir

 

Reviews (0)

Umsagnir

There are no reviews yet

Only logged in customers who have purchased this product may leave a review.

Q & A

Q & A

There are no questions yet

Ask a question

Your question will be answered by a store representative or other customers.

Thank you for the question!

Your question has been received and will be answered soon. Please do not submit the same question again.

Error

Warning

An error occurred when saving your question. Please report it to the website administrator. Additional information:

Add an answer

Thank you for the answer!

Your answer has been received and will be published soon. Please do not submit the same answer again.

Error

Warning

An error occurred when saving your answer. Please report it to the website administrator. Additional information:

Shopping Cart
Scroll to Top