Gerum morgunrútínuna skemmtilegri!
Fataskápurinn frá Wood and Hearts er frábær viðbót í barnaherbergið! Og verður skemmtilegur partur af morgunrútínunni. Leyfum barninu að finna fyrir ábyrgð og sjálfstæði þegar kemur að því að klæða sig á morgnanna. Kíkið saman á veðrið og ákveðið saman hvaða föt henta best! Það hvetur barnið til að sína frumkvæði og minnkar líkur á mótþróa og erfiðleikum sem tengjast því að undirbúa sig fyrir daginn.
.
Allir leggja sitt af mörkum!
Barnið getur æft sig að hengja upp og brjóta saman fötin sjálf, setja sín uppáhaldsföt á fallegan stað. Bjóddu barninu að taka þátt í að þvo þvottinn, setja í þvottavél og setja í óhreinataujið. Börn elska að taka þátt í heimilislífinu og leggja sitt að mörkum, sérstaklega ef þau fá þá tilfinningu að það sé gert ráð fyrir þeim. Eins og til dæmis með því að vera með fataskáp í sinni hæð, þar sem fötin eru vel aðgengileg þeim.
Umsagnir
There are no reviews yet